Lúxus hljóðbylgju lyftandi andlitsmeðferð

kr.22.900

Mjög virk 110 mín andlitsmeðferð þar sem notast er við hljóðbylgjur. Meðferðin byggist upp á yfirborðshreinsun, djúphreinsun, sett er viðeigandi serum og gel og hljóðbylgjur gerðar og létt kreistun fyrir þá sem það vilja. Nudd á herðar, andlit og höfuð. Sérmaski valin eftir húðgerð og augnmaski settur á. Hendur nuddaðar á meðan maski bíður á. Viðeigandi krem og augnkrem er svo sett á í lokin. Hljóðbylgjur þétta húðina og grynnka hrukkur, hreinsa og koma jafnvægi á óhreina húð, minnka bólgur og bjúg, draga úr dökkum baugum og fitusöfnun, gefa raka og jafna húðlit.